Mat á skólastarfi er fagverkefni í grunnskólakerfinu á Íslandi í því að efla skóla, auka gæði skólastarfsins og vinna að umbótum. Mat á skólastarfi er skilgreint í lögum hverju sinni. Innra mat Í Víðistaðaskóla er unnið að margvíslegu innra mati í tengslum við daglegt skólastarf og leitað leiða til að bæta starfsemi með tilliti til náms einstakra nemenda, hópa og skólans í heild sinni. Áherslur skólans í innra mati og umbótaverkefni birtist í mats- og umbótaáætlun sem birtist í starfsáætlun Víðistaðaskóla. Þar má einnig finna matsskýrslu skólans fyrir liðið skólaár. Auk Skólapúlsins nýtir skólinn sér starfmannasamtöl, rýnihópasamtöl, ýmsar kannanir og fleira í innra mati. Skólapúlsinn Stærsta formlega könnunin sem unnin er í innra mati er Skólapúlsinn, sem er kerfi sem allir grunnskólar í Hafnarfirði styðjast við. Mánaðarlega eru rafrænar kannanir lagðar fyrir úrtak nemenda í 6.–10. bekk varðandi líðan, námsaðstæður og skólastarfið í heild. Í lok skólaárs hafa allir nemendur í þessum árgöngum svarað sömu spurningum. foreldra og starfsfólks. Í febrúar á hverju er lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir foreldra og í mars er lögð fyrir starfsmannakönnun. Ytra mat Í Hafnarfirði sinnir sveitarfélagið sínum þætti í ytra mati með því að fylgja eftir að grunnskólar sinni sínum þætti í innra mati, leggur til matstækið Skólapúlsinn og vinnur sérstaklega úr þeim upplýsingum með skýrslugjöf eins og á við á hverjum tíma (Skólavogin). Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar fylgir eftir að skólarnir sinni áætlanagerð og umbótaverkefnum. Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á grunnskólum fyrir hönd mennta- og barnamálaráðuneytis. Á hverju ári fara 10 grunnskólar á landinu í ytra mat. Þá er starfsemi skólanna metin með hliðsjón af gildandi viðmiðum samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Víðistaðaskóli fór í mat Menntamálastofnunar árið 2019. Skýrsla um ytra mat 2019 Umbótaáætlun 2023-2024 Vinnustaðagreining Prósent júní 2024