Skólareglur

Skólinn

Skólareglur

Mikilvægt er að nemendur hafi ekki einungis skyldur gagnvart náminu sínu heldur líka framkomu sinni og hegðun í skóla. Nemendur bera ábyrgð á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skólareglur

  • Göngum rólega.
  • Tölum hljóðlega.
  • Fylgjum fyrirmælum alls starfsfólks
  • Verum stundvís.
  • Sýnum umburðarlyndi.
  • Virðum rétt annarra.
  • Virðum eigum skólans og annarra.
  • Höfum hendur og fætur hjá okkur.
  • Verum kurteis.
  • Verum tillitsöm.

Reglur um símanotkun

  • Nemendur mega ekki nota síma á skólatíma. Það gildir í kennslustundum, frímínútum, hádegi, vettvangsferðum, skólaferðalögum, á leið í og úr íþróttum og fyrir fyrsta tíma að morgni.
  • Ef nemandi kemur með síma í skólann á að vera slökkt á honum og hann ofan í tösku eða í læstum skáp nemenda (í unglingadeild).
  • Ef nemandi kemur með síma í skólann er það á ábyrgð foreldra.
  • Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við nemendur eiga þeir að hafa samband við skrifstofu.

Síma- og tækjanotkun

  • Víðistaðaskóli er símalaus skóli. Nemendur mega hafa síma í töskum sem öryggistæki en slökkt á að vera á síma og öðrum tækjum í kennslustundum og þau ekki sýnileg nema með sérstöku leyfi kennara.
  • Allar mynd- og hljóðupptökur í skólanum eru óheimilar nema með sérstöku leyfi kennara.
  • Skólareglur gilda líka fyrir samskipti nemenda gegnum tölvur og umgengni um tækin.
  • Nemendur eru hvattir til að vera ábyrgir á netinu og hafa í huga netorðin 5.

Reiðhjól

  • Nemendur mega mæta á hjóli í skólann, þó verða nemendur í 1. bekk að vera í fylgd fullorðins.
  • Það er á ábyrgð foreldra að senda börnin sín í skólann á hjóli.
  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.
  • Leggja á reiðhjólum í hjólagrindur eða við grindverk og læsa.
  • Notkun reiðhjóla er bönnuð á skólalóð á skólatíma, líka í frímínútum.
  • Nemendur í 5.–10. bekk mega nota reiðhjól til að fara til og frá Sundhöllinni.  
  • Nemendur eiga að vera með hjálm.

Hlaupahjól, hjólabretti og línuskautar

  • Hlaupahjól eru læst við hjólagrindur  á skólalóð..
  • Merkja þarf hlaupahjólin.
  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum, hjólabrettum og línuskautum sínum.
  • Notkun hlaupahjóla, hjólabretta og línu- og hjólaskauta er almennt ekki leyfð á skólalóðinni á skólatíma.
  • Nemendur í 5.–10. bekk mega vera á hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum á brettavellinum. 

Bifhjól

Nemendur sem eru orðnir 13 ára mega koma á vespu eða léttu bifhjóli í flokki 1 í skólann en verða að fylgja reglum sem gilda um notkun slíkra hjóla og leggja þeim í bifhjólastæði skólans. Sömu reglur gilda um þau og reiðhjól á skólatíma á skólalóð.