Brúin Í skólanum er sérstakt brúarteymi þar sem unnið er í sameiningu til að auka farsæld barna og fjölskyldna þeirra. Í teyminu situr fagfólk á vegum skólans, ásamt ráðgjöfum frá fjölskyldu- og barnamálasviði og mennta- og lýðheilsusvið. Brúarteymið kortleggur stöðu barnsins og leitar sameiginlegra lausna til að styðja við barnið og fjölskyldu. Brúin Nemendaverndarráð Hlutverk nemendaverndarráðs er að taka við öllum erindum, bæði frá starfsfólki og foreldrum, um stuðningsþjónustu skólans og koma þeim í farveg sem leiðir til lausna á þeim. Foreldrar sem telja að barn þeirra þurfi á stuðningi að halda geta haft samband við umsjónarkennara barns eða deildarstjóra stoðþjónustu, Stefaníu Ólafsdóttur. Foreldrum er alltaf tilkynnt ef málum barna þeirra er vísað til ráðsins. Ráðið heldur fundi reglulega, eins og talin er þörf á hverju sinni. Í ráðinu sitja: skólastjóri aðstoðarskólastjóri námsráðgjafi hjúkrunarfræðingur sálfræðingur deildarstjórar stiga deildarstjóri stoðþjónustu deildarstjóri tómstundastarfs Umsjónarkennarar og aðrir eru boðaðir til fundar eftir þörfum. Ráðið er bundið þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskildum atvikum sem ber að tilkynna samkvæmt lögum. Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla Reglugerð um nemendur með sérþarfir Heilsugæsla Skólahjúkrunarfræðingur: Ilmur Dögg Skólahjúkrunarfræðingur: Svanhildur Lísa [email protected] Viðverutími Mánudaga 08:30–14:00 Þriðjudaga 08:30–12:00 Miðvikudaga 08:30–12:00 Fimmtudaga 08:30–14:00 Heilsuvernd skólabarna í Víðistaðaskóla er á vegum Heilsugæslunnar Firði. Heilsuverndin er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Helstu áherslur í heilsuvernd nemenda eru: Fræðsla, forvarnir og heilsuefling. Bólusetningar. Skimanir. Viðtöl um heilsu og líðan. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna. Sjá nánar á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðisfræðsla Skipulögð heilbrigðisfræðsla er veitt í öllum árgöngum og er áherslan á að hvetja til heilbrigðra lífshátta. Eftir fræðslu fá foreldrar upplýsingar í tölvupósti um fræðsluna og gefst þá kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig hægt er að nýta það í daglegu lífi. 1. bekkur „Líkaminn minn“ – forvörn gegn kynferðislegu ofbeldi og hjálmanotkun. 2. bekkur Tilfinningar. 3. bekkur Verkefnabók um 6H heilsunnar (Hamingja, Hollusta, Hreinlæti, Hreyfing, Hvíld). 4. bekkur Kvíði og slysavarnir. 5. bekkur Samskipti. 6. bekkur Kynþroski og endurlífgun. 7. bekkur Bólusetningar. 8. bekkur Sjálfsmynd og samskipti, hugrekki og endurlífgun. 9. bekkur Kynheilbrigði og bólusetning. 10. bekkur Geðheilbrigði, endurlífgun og ábyrgð á eigin heilsu. Veikindi og slys Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp. Þurfi nemandi að fara á heilsugæsluna eða slysadeild skulu foreldrar fara með barninu. Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í þá á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af heilsuvernd skólabarna. Langveik börn Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingur viti af börnum sem eru með fötlun eða langvinnan eða alvarlegan sjúkdóm, til dæmis sykursýki, ofnæmi, flogaveiki, blæðingarsjúkdóma eða aðra alvarlega sjúkdóma. Hlutverk skólahjúkrunarfræðingsins er að skapa þessum börnum viðeigandi aðstæður og umönnun í skólanum í samvinnu við foreldra og starfsfólk skólans. Lyfjagjafir Samkvæmt tilmælum landlæknis um lyfjagjafir í grunnskólum eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma. Höfuðlús Höfuðlús birtist reglulega í skólum landsins og er mikilvægt að foreldrar kembi hár barna sinna reglulega yfir skólaárið. Rétt er að láta skólann vita ef lús finnst í hári barns og skólahjúkrunarfræðingur getur leiðbeint varðandi lúsasmit. Stoðþjónusta Deildarstjóri stoðþjónustu: Stefanía Ólafsdóttir Viðtalstímar eru eftir samkomulagi 595 5800 [email protected] Í Víðistaðaskóla er áhersla á að allir nemendur séu fullgildir í skólastarfinu og leitað er allra leiða til þess að nemendur geti stundað nám við hæfi í skólanum. Með einstaklingsmiðaðri kennslu er átt við kennslu sem tekur mið af einum nemanda eða minni nemendahópi. Kennslan fer ýmist fram innan eða utan bekkjarstofu eða í námsveri. Nemendur þurfa mismikla aðstoð í náminu og þörfin fyrir námslega aðstoð er misjöfn. Dæmi um leiðir með einstaklingsmiðaðri eða stuðningskennslu Færni- og þroskamiðað nám þar sem nemendur fá aðlöguð námsmarkmið og sérsniðna kennslu. Reynt er að mæta námslegum þörfum með því að samþætta bóklegt og verklegt nám. Nemendur sem nýta sér þessa námsleið tilheyra engu að síður umsjónarbekknum sínum. Kennsla í íslensku og stærðfræði, sem eru grunnnámsgreinar, hafa forgang í bóklegu námi í stuðningskennslu. Nemendur með námserfiðleika í þessum greinum og fylgja einstaklingsmiðuðum námsmarkmiðum. Þörfin á stuðningskennslu gæti verið tímabundin eða alla skólagönguna. Nemendur sem fá einstaklingsmiðaða kennslu og víkja frá námi síns árgangs taka próf sem er í samræmi við þeirra markmið. Í vitnisburði er þetta námsmat stjörnumerkt* sem þýðir að um aðlagað námsmat sé að ræða. NHL námsver (Nám - Hegðun - Líðan) Í Víðistaðaskóla er áhersla á að allir nemendur séu fullgildir í skólastarfinu og leitað er allra leiða til þess að nemendur geti stundað nám við hæfi í skólanum. Einstaklingsmiðuð kennsla er kennsla sem tekur mið af einum nemanda eða minni nemendahópi. Kennslan fer ýmist fram innan eða utan bekkjarstofu eða í námsveri. Nemendur þurfa mismikla aðstoð í náminu og þörfin fyrir námslega aðstoð er misjöfn. Dæmi um einstaklingsmiðaða eða stuðningskennslu Færni- og þroskamiðað nám þar sem nemendur fá aðlöguð námsmarkmið og sérsniðna kennslu. Reynt er að mæta námslegum þörfum með því að samþætta bóklegt og verklegt nám. Nemendur sem nýta sér þessa námsleið tilheyra samt sínum umsjónarbekknum. Kennsla í íslensku og stærðfræði, sem eru grunnnámsgreinar, hafa forgang í bóklegu námi í stuðningskennslu. Nemendur með námserfiðleika í þessum greinum og fylgja einstaklingsmiðuðum námsmarkmiðum. Þörfin á stuðningskennslu gæti verið tímabundin eða alla skólagönguna. Nemendur sem fá einstaklingsmiðaða kennslu og víkja frá námi síns árgangs taka próf sem er í samræmi við þeirra markmið. Í vitnisburði er þetta námsmat stjörnumerkt* sem þýðir að um aðlagað námsmat sé að ræða. Veröld - íslenska sem annað tungumál Í skólanum er námsverið Veröld þar sem fram fer kennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál. Markmiðið með kennslunni er að þjálfa nemendur í íslensku máli, þróa þekkingargrunn og læsi og stuðla að félagslegri aðlögun og vellíðan. Móttökuviðtöl nýrra nemenda með annað móðurmál en íslensku fara fram í Veröld. Vegna ólíkra tungumála og menningar er leitast við að fá ítarlegar upplýsingar um bakgrunn nemandans sem mun síðan auðvelda skipulagningu á námi hans. Sálfræðiþjónusta Sálfræðingur starfar í öllum grunnskólum bæjarins. Sálfræðingur skólans sinnir greiningu, fræðslu, stuðningi og ráðgjöf en ekki meðferð. Tilvísanir til sálfræðings berast í gegnum nemendaverndarráð eða brúarteymi grunnskólans. Samþykki foreldra verður alltaf að liggja fyrir. Tilefni beiðna geta verið margvísleg en áhersla er lögð á snemmtækt mat og greiningu á stöðu nemanda vegna náms, hegðunar og sálrænna erfiðleika. Sálfræðingur Víðistaðaskóla er Viktor Díar Jónasson, netfangið hans er [email protected]. Talmeinaþjónusta Börn sem glíma við frávik í máli eða tali eiga rétt á greiningu talmeinafræðings ásamt sérkennslu og stuðningi við nám í grunnskóla. Talmeinafræðingur veitir einnig ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla. Foreldrar geta óskað eftir greiningu og ráðgjöf talmeinafræðings, í öllum tilvikum þarf skriflegt samþykki foreldra að liggja fyrir áður en greining fer fram.