Foreldrasamstarf

Foreldrar

Í Víðistaðaskóla er lögð áhersla á traust samstarf milli foreldra og skólans. Stefnt er að því að foreldrar og forsjáraðilar séu virkir þátttakendur í námi barna og vel upplýstir um starfsemi skólans.

Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist að hluta á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla.

Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf ríki alla skólagöngu barnsins.

Samstarf foreldra og skóla

  • Foreldrasamráð tvisvar á skólaári.
  • Náms- og kynningarfundir á haustin.
  • Kennarar og aðrir starfsmenn eru með viðtalstíma fyrir foreldra.
  • Reglulegir fundir skólastjórnar og skólaráðs.
  • Í skólanum er starfandi virkt foreldrafélag og vænst er virkrar þátttöku foreldra í skólastarfinu.
  • Foreldrar eiga kost á að koma inn í skólann og fylgjast með almennri starfsemi og bekkjarkennslu í samráði við kennara.
  • Allar mikilvægar upplýsingar eru aðgengilegar á vefsíðu skólans og auðvelt er að finna þær.
  • Reglubundnar viðhorfskannanir meðal foreldra um skólastarfið og upplýsingar um niðurstöðu þeirra.