Vetrarfrí er í Víðistaðaskóla mánudaginn 24. febrúar og þriðjudaginn 25. febrúar. Einnig er skipulagsdagur miðvikudaginn 26. febrúar en opið er þann dag í frístund fyrir þá sem eru skráðir.

Af því tilefni býður Heilsubærinn Hafnarfjörður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í vetrarfríinu og finna góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna á vef bæjarins. Meðal annars er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.