Skólaráð

Skólinn

Skólaráð

Skólaráð grunnskóla er samstarfsvettvangur starfsfólks skóla, nemenda, foreldra og grenndarsamfélags. Ráðið er skipað 9 einstaklingum til tveggja ára í senn.

Skólastjóri boðar til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári og sendir út fundaáætlun skólaársins. Hann boðar til funda, sendir drög að umræðuefnum og stýrir fundum. Aðstoðarskólastjóri ritar fundargerð og sér til þess að þær birtist á vef skólans.

Helstu verkefni skólaráðs

  • Umfjallanir um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
  • Umsagnir um áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skólans áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
  • Að fylgjast með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólaráð Víðistaðaskóla 2024–2025

Nafn Hlutverk Netfang
Dagný Kristinsdóttir Skólastjóri [email protected]
Valgerður Júlíusdóttir Aðstoðarskólastjóri [email protected]
Sólveig Baldursdóttir Fulltrúi kennara [email protected]
Sigurlaug M. Ómarsdóttir Fulltrúi starfsfólks [email protected]
Björn Páll Fálki Valsson Fulltrúi foreldra [email protected]
Brynja Ásdís Einarsdóttir Fulltrúi foreldra [email protected]
Fulltrúi grenndarsamfélags
Fulltrúi nemenda
Fulltrúi nemenda