Námsgögn og ritföng

Undanfarin ár hefur Hafnarfjarðarbær keypt námsgögn og ritföng fyrir nemendur í grunnskólum bæjarins. Til að sporna gegn sóun og nýta fjármuni betur var ákvörðun tekin um að þennan skólavetur verða: pennaveski, blýantar, pennar, trélitir, tússlitir og strokleður ekki hluti af miðlægum innkaupum. Þessa hluti þurfa nemendur því að koma með sér þegar skólastarf hefst.