Nám og kennsla

Félagsmiðstöðin Hraunið

Hraunið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.–10. bekk í Víðistaðaskóla. Í Hrauninu er lögð áhersla á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga ásamt hópastarfi og tímabundnum verkefnum.

Hraunið er staðsett í kjallara íþróttahússins þar sem gengið er inn um sér inngang á jarðhæð. Aðaláherslan er á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8.–10. bekk en einnig er boðið upp á fjölbreytt starf fyrir 5.–7. bekk einu sinni í viku.

Í félagsmiðstöðinni eru ýmis skemmtileg tæki og tól, til dæmis billiard, borðtennis, fótboltaspil, tölvur, sjónvarp, spil og margt fleira. Hraunið heldur utan um öflugt hópa- og klúbbastarf yfir vetrartímann. Haldin eru böll með reglulegu millibili, ýmsar uppákomur og farið í ferðir. Dagskráin er unnin í samstarfi við börnin og unglingana.

Skrifstofa Hraunsins er staðsett á 1. hæð við hliðina á bókasafni skólans.

Opnunartímar

Bekkur Opnun
5.-6. bekkur Mánudaga 17:00–18:45
7. bekkur Föstudaga 17:00–18:45
Unglingadeild Mán/mið/fös 19:30–22:00
Hópastarf - sérstaklega auglýst Miðvikudaga 17:00-19:00

Hraunið á Facebook

Félagsmiðstöðin er með Facebook-síðu og notar hana mikið í starfinu. Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að bæði dagskrá og myndir sem koma þar inn.

Viðburðir

Félagsmiðstöðin Hraunið heldur ákveðna viðburði og undankeppnir í samstarfi við nemendafélagið og Víðistaðaskóla.

Stærstu viðburðir á vegum félagsmiðstöðva í Hafnarfirði sem Hraunið tekur þátt í eru:

  • Grunnskólahátíð. Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði er árlegur viðburður og er samvinnuverkefni skóla og félagsmiðstöðva. Sýnd eru atriði og leiksýningar frá öllum grunnskólunum um daginn. Um kvöldið er ball í íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir alla unglinga í 8., 9. og 10. bekk.
  • Veistu svarið. Spurningarkeppnin Veistu svarið er árlegur viðburður. Í keppninni taka lið frá öllum unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði þátt auk liðs frá Stóru-Vogaskóla. ÍTH sér um framkvæmd spurningakeppninnar en mismunandi leiðir eru farnar í skólunum við að finna keppendur. Skólar og félagsmiðstöðvar hafa leyst það saman en sumir skólar leggja til liðstjóra fyrir keppendur sína.
  • Stíll. Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva í Hafnarfirði þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið í Stíl hjá Samfés.
  • Söngkeppnin. Söngkeppnin er árlegur viðburður. Haldnar eru keppnir í hverri félagsmiðstöð og fara 2 lið úr hverri félagsmiðstöð áfram í Hafnarfjarðarsöngkeppnina. Efstu tvö sætin fara síðan í söngkeppnina hjá Samfés.