Bókasafn

Nám og kennsla

Skólabókasafnið er lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans. Þar er fjölbreytt úrval af bókum til yndislestrar auk náms- og kennslugagna.

Útlán á bókum

Allir nemendur og starfsfólk geta fengið lánaðar bækur á bókasafni skólans. Útlánstími er 30 dagar. Gagnaskrá safnsins er í Leiti, sem er sameiginlegt bókasafnskerfi fyrir landið allt. Þar er hægt að skoða hvað safnið hefur upp á að bjóða.

Fjölbreyttir safnkostir

Á bókasafninu eru tímarit, myndefni og spil fyrir nemendur til að njóta. Nemendur eru hvattir til að nýta sér safnið eins og hægt er.

Bókasafnið tekur þátt í ýmsum lestrarhvetjandi og heimildaverkefnum og stendur fyrir höfunda- og bókakynningum yfir veturinn.