Bekkjarfulltrúar

Foreldrar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar, meðal annars með því að halda viðburði fyrir bekkinn utan skólatíma.

Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara.

Stjórn foreldrafélagsins ber ábyrgð á að bekkjarfulltrúar séu kosnir af foreldrum hvers bekkjar fyrir sig í upphafi skólaárs.

Vilji bekkjarfulltrúar koma á framfæri einhverjum málum er varðandi skólann kemur hann þeim á framfæri við stjórn foreldrafélagsins, sem annast öll slík mál.

Lykla af skólanum vegna bekkjarviðburða er hægt að nálgast skrifstofu skólans.